
Urriðaholtsstræti
Urriðaholtsstræti 32 er fjölbýlishús í þéttri byggð sem rís upp úr lynggrónu umhverfi. Húsið hefur djarft og nútímalegt yfirbragð og býður upp á fjölbreyttar og vandaðar íbúðir með fallegu útsýni.
Urriðaholtsstræti 32 er vandað fjölbýlishús í einu fallegasta íbúðahverfi höfuðborgarsvæðisins, Urriðaholti í Garðabæ. Húsið er er klætt með litríkri bárujárnsklæðningu með stórum og opnum gluggum með útsýni yfir hverfið. Á svölunum er að finna hlýja og trausta viðarklæðningu sem gefur hverri íbúð heimilslegan brag.
Urriðaholt er þéttbýli í náinni tengingu við nokkur helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, ósnortnar náttúru og góðar samgönguæðar sem stytta leiðir í allar áttir. Sjá nánar um Urriðaholt: www.urridaholt.is.
Náttúrufræðistofnun
Kaffihús
Verslun
Skóli